28 Years Later vinsælust um helgina

Uppvakningahrollurinn 28 Years Later kom sá og sigraði á íslenska bíóaðsóknarlistanum um nýliðna helgi. Ríflega 2.100 manns komu í bíó að sjá myndina og borguðu fyrir það rúmlega 4,5 milljónir í aðgangseyri. 

Í öðru sæti listans er toppmynd helgarinnar á undan, How To Train Your Dragon, en ríflega átjánhundruð manns komu að sjá hana. 

Í þriðja sæti varð svo teiknimyndin Elio með rúmlega 1.600 gesti. 

Sjáðu íslenska topplistann í heild sinni hér fyrir neðan: